Bílastæði fyrir stærri ökutæki tekin í notkun
Vegna mikillar eftirspurnar höfum við breytt bílastæðum á efsta pallinum, 3. hæð.
Í heildina eru 52 breiðari stæði staðsett á efsta pallinum, 3. hæð norður. Stæðin eru 290 cm á breidd og bjóða þannig upp á meira rými og betri aðstöðu sem sérstaklega henta stærri ökutækjum.
Við erum ánægð að geta boðið upp á þessa lausn og vonum að hún nýtist gestum okkar vel.