Sýn opnar pop up bás
Í sumar geta viðskiptavinir Sýnar nálgast búnað og rafræn skilríki á pop up bás á 1. hæð í Kringlunni.
Staðsetningin er einkar hentug í stærstu verslunarmiðstöð Reykjavíkur þar sem fjöldi bílastæða er að finna, góðar tengingar við almenningssamgöngur og gott aðgengi fyrir öll.
Opnunartími fylgir opnunartíma Kringlunnar sem er:
Mán - fös 10-18:30
Laugardaga 11-18
Sunnudaga 12-17