Blóðbankinn flytur í Kringluna
Á næstu vikum flytur Blóðbankinn í Kringluna og verður staðsettur í turni á 5. hæð
Um er að ræða blóðsöfnunarhluta Blóðbankans en aðrir hlutar starfseminnar ss blóðhlutavinnsla, rannsóknir, afgreiðsla og lagerhald verða áfram í Blóðbankanum við Snorrabraut. Þorbjörn Jónsson, yfirlæknir blóðbankaþjónustu Landspítala, segir Kringluna aðgengilegri stað en núverandi húsnæði við Snorrabraut, sérstaklega hvað varðar bílastæði og sýnileika. "Væntingar okkar eru um að ný staðsetning verði framfaraskref í starfseminni og að við bætum þjónustu við blóðgjafana þannig að þeirra tími nýtist betur."
Að fá starfsemi Blóðbankans í Kringluna er enn einn liður í þá þjónustuflóru sem hægt er að sækja í húsið og vonandi mun betra aðgengi verða til þess að blóðgjöfum fjölgi frekar en hitt.